top of page

Fréttatilkynningar

Efni: Fréttatilkynning frá EM Orku varðandi ákvörðun Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- 
og loftslagsráðherra um að leggja til að vindmyllugarður í Garpsdal verði færður í nýtingarflokk. 
Dublin, Lissabon, Reykjavík 10. júlí 2025  

 

Fréttatilkynning    

 

Við fögnum ákvörðun Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfisráðherra um að leggja til að 
Vindorkugarður í Garpsdals verði færður í nýtingarflokk til staðfestingar hjá alþingi í haust. Þetta 
mikilvæga skref er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka orkuframleiðslu til að tryggja 
orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Það er einnig skref í átt að verulegri frekari 
fjárfestingu á Vestfjörðum og einkum í Reykhólahreppi . 


Við höfum verið af heilum hug á íslenskum markaði frá því að vinna hófst við verkefnið árið 2018. 
Upphaflega var unnin ítarleg áreiðanleikakönnun á landsvísu til að finna staðsetningu sem myndi valda 
sem minnstum áhrifum samhliða því að hafa kjör vind aðstæður fyrir vindorkugarð.  Á síðustu sjö árum 
höfum við fjárfest 713 milljónir króna og haldið áfram að vinna að þúsundum klukkustunda 
þróunarvinnu sem nær yfir alla umhverfis-, félagslega og tæknilega þætti verkefnisins sem hefur leitt 
til þess sem við teljum vera vindorkuver í heimsklassa sem mun veita orkunotendum á Íslandi 
áþreifanlegan ávinning fyrir komandi kynslóðir. 


Að auki, og það sem mikilvægara er, höfum við ráðfært okkur við og unnið með hagsmunaaðilum 
hérlendis, sérstaklega heimamönnum í Reykhólahreppi. Frá upphafi höfum við átt samskipti á 
opinskáan og heiðarlegan hátt og alltaf hlustað vel á ábendingar frá fulltrúum samfélagsins, 
sveitarfélaga og þjóðarinnar. Tillaga þessi frá Jóhanni Páli Jóhannssyni ráðherra er vitnisburður um það 
ítarlega vísindalega og trausta ferli sem við höfum fylgt undanfarin sjö ár sem hluti af þróunarferlinu. 
Við hlökkum til að færa verkefnið nú yfir í byggingarfasa þar sem 19 milljarðar króna verða fjárfestir í 
Reykhólahreppi .

 

Ríkarður Örn Ragnarsson – verkefnastjóri Vindorkugarðs í Garpsdal 
„Við erum mjög ánægð með ákvörðun Jóhanns Páls um að leggja til að Garpsdalsverkefnið verði sett í 
nýtingarflokk. Þessi niðurstaða sýnir að opin og gagnsæ samskipti byggi upp varanlegt traust. Við erum 
sérstaklega ánægð fyrir hönd Reykhólahrepps, þessi fjárfesting mun skapa mörg atvinnu- og 
viðskiptatækifæri á staðnum og mun hafa jákvæð áhrif á bæði heimabyggð og samfélög í grennd.“ 


Um EM Orka 
EM Orka var stofnað árið 2018 og er samstarfsverkefni Empower Renewables og Greenvolt 
Power með það að markmiði að hjálpa íslenskum markaði að byggja upp traust á möguleikum 
vindorku. 


Empower Renewables  


https://www.empowerrenewables.ie/ 


Empower Renewables er alþjóðlegt vindorkuverkefni með aðsetur á Írlandi. Við höfum starfað 
í meira en áratug og höfum komið á fót endurnýjanlegum orkuverkefnum um allan heim. Við 
stjórnum nú, ásamt samstarfsaðilum okkar, eignasafni sem nemur 13.000 MW af 
endurnýjanlegum orkuverkefnum í 7 Evrópulöndum. Við höfum teymi sem samanstendur af 
yfir 90 sérfræðingum í endurnýjanlegri orku, sem sameinast af sameiginlegum gildum, reynslu 
og gagnsæjum vinnubrögðum . 


Greenvolt Power 


https://greenvolt.com/


Greenvolt Power, sem er hluti af Greenvolt Group, leiðandi fyrirtæki í heiminum í 100% 
endurnýjanlegri orku, og sérhæfir sig í vindorkuverum, sólarorkuverum og raforkugeymslum 
fyrir flutningskerfi. Fyrirtækið býr yfir mikilli þekkingu á þróun og skarar fram úr í fjármögnun, 
byggingu, rekstri og eignastýringu stórra verkefna. Greenvolt Power er með sterka viðveru á 
18 mörkuðum í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu og hefur nú 13,2 GW í framleiðsluferli, þar 

sem áætlað er að 5,3 GW verði tilbúin til byggingar fyrir lok árs 2025. Það er einnig einn af 
leiðandi þróunaraðilum heims á rafhlöðuorkugeymslukerfum (BESS), með 3,8 GW í 
framleiðsluferli í níu Evrópulöndum. 


Um Garpsdalsverkefnið 


https://www.emorka.is


Vindmyllugarðurinn í Garpsdal er verkefni staðsett í sveitarfélaginu Reykhólahreppi. 
Fyrirhugað verkefni samanstendur af 21 vindmyllu, hver með heildarhæð upp á 159,5 metra. 
Afköst hverrar myllu eru 4,2 MW sem gefur heildarframleiðslugetu upp á 88,2 MW. 
Vindmyllugarðurinn mun tengjast tengivirki í Geiradal , sem er í 6 km fjarlægð, með jarðstreng. 
Bygging verkefnisins mun fela í sér fjárfestingu upp á 19 milljarða króna á Vestfjörðum og mun 
skapa 200 störf á byggingartímanum og 18 störf til langs tíma þegar verkefnið hefur verið tekið 
í notkun. Auk venjulegra útsvarsgreiðslna mun verkefnið leggja til hliðar samfélagssjóð sem 
áætlaður er að nemi 18,6 milljónum króna á ári. Þessi sjóður verður greiddur beint til 
heimamanna ár hvert á meðan verkefnið stendur. 


Tæknilegur bakhjarl okkar, Vestas, mun útvega vindmyllurnar. Danska fyrirtækið er einn 
stærsti vindmyllu framleiðandi í heimi og hefur sett upp yfir 90.000 vindmyllur í 88 löndum. 
Þróun verkefnisins hófst árið 2018 og síðan þá hefur þróunarteymi okkar lokið við ítarlega 
könnun á fuglalífi á Garpsdalsfjalli og í grennd í meira en tvö ár og ítarlegt mat á öðrum 
umhverfisáhrifum. Drög að niðurstöðum umhverfismats voru upphaflega lögð fyrir 
Skipulagsstofnun í október 2020 og lokaskýrsla lögð fram í maí 2023. Áætlaður líftími 
vindmyllugarðsins er 25 ár, en þá verður hægt að taka hann að fullu úr notkun og færa landið 
til fyrra horfs.

 

Fréttatilkynning á PDF

 

 

Eldri fréttatilkynningar
 


Fréttatilkynning 2025.06.16


Samkomulag um úthlutun samfélagsjóðs vegna Vindorkugarðs í Garpsdal


Á þróaðri vindorkumörkuðum eru samfélagssjóðir, fyrir íbúa í nærumhverfi, orðnir sjálfgefinn hluti af
þróun vindorkuverkefna.


Á Írlandi starfar vindorkugeirinn samkvæmt Renewable Electricity Support Scheme – (RESS), sem mun
hjálpa Írlandi við að ná settum markmiðum um endurnýjanlega orku. Eitt af lykilmarkmiðum RESS er
að auka samfélagsþátttöku, sem og að auka ávinning nærsamfélags. Þeir sem búa í grennd við vindorku
eiga að njóta góðs af henni. Samfélagssjóðir styrkja verkefni á sviði:

  • Heilbrigðisþjónustu

  • Menntun

  • Innviðauppbyggingu

  • Sjálfbærni

  • Nýsköpun

 

EMPower ( móðurfélag EM Orku ) starfar samkvæmt gildum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja enda
fylgja vindorku verkefnum ýmsar breytingar í nærumhverfi og fyrirtæki þurfa að axla þá ábyrgð.


EM Orka fylgir sömu gildum og viljum við ganga á undan með góðu fordæmi hér á Íslandi.


Stærð samfélagssjóðs fer eftir stærð vindorkugarðs og raforkuverði hverju sinni en í dag er reiknað
með 125.000 EUR á ári. (ca. 18.600.000 kr. á ári).


Miðað við 25 ára líftíma yrði núvirði sjóðsins 465 milljónir króna.


Frá upphafi var áætlað var að ár hvert yrðu styrkir veittir til verkefna í nærumhverfi og að fulltrúar íbúa
ásamt einum fulltrúa EM Orku myndu velja besta umsóknina hverju sinni. Samtal við íbúa
Reykhólahrepps, til að finna hvernig samfélagssjóðurinn gæti best nýst þeim, hefur staðið yfir um
nokkurt skeið.


Nýlega bar stjórn ungmennafélags Aftureldingar upp þá hugmynd að nýta sjóðinn í að byggja
fjölnýtanlegt hús sem myndi hýsa íþróttastarf, heilbrigðisþjónustu og félagsstarf nærri Grettislaug.


Stuðningur við slíkt verkefni myndi uppfylla allar kröfur samfélagssjóðsins.


Það er gleðilegt að geta nú tilkynnt að við tökum heilshugar undir hugmynd Aftureldingar og munum
beina öllum sjóðnum í uppbyggingu nýrrar samfélagsmiðstöðvar á Reykhólum. Við hlökkum
sannarlega til að vinna áfram að verkefninu með Aftureldingu og íbúum Reykhólahrepps.


Fyrir hönd EM Orku,
Ríkarður Örn Ragnarsson
Verkefnastjóri Vindorkugarðs í Garpsdal. 



Fréttatilkynning á PDF

17%

© EM Orka 2018

  • Twitter - White Circle
bottom of page