top of page

Vindorkugarður í Garpsdal

EM Orka er að þróa vindorkugarð með 35 vindmyllum í Garpsdal í Reykhólahreppi. Hér fyrir neðan er yfirlit um eðli, starfsemi og ávinning verkefnisins.

Infrastructure.JPG

16,2 milljaðar kr.

Fjárfesting inn íslenska raforkukerfið

Jobs.JPG

25

Bein atvinnusköpun yfir líftíma verkefnisins

Corporate.JPG

7,4 milljarðar kr.

Skatttekjur til íslenska ríkisins

Community.JPG

376 milljónir kr.

Samfélagsjóður fyrir íbúa Reykhólahrepps

Direct.JPG
Indirect.JPG

200

Bein atvinnusköpun á byggingartíma

400

Óbein atvinnusköpun yfir líftíma verkefnisins

Vindorkugarður í Garpsdal

Vindorkugarður í Garpsdal mun vera 16,2 milljarða króna fjárfesting inn í íslenska orkugeirann og bjóða upp á heimsklassa afturkræfan orkukost til mæta vaxandi orkuþörf Íslands. Hagur sveitarfélagsins fela í sér verulegan fjárfestingu í innviðauppbyggingu, atvinnusköpun og 376 milljóna króna samfélagssjóð sem mun standa íbúum Reykhólahrepps tilboða. Bein skatttekjur til íslenska ríkisins eru áætlaðar meira en 7,4 milljarðar króna yfir líftíma verkefnisins.

Auk þessa beina fjárhagsávinnings, mun vindorkugarður í Garpsdal veita umtalsverða atvinnusköpun, 25 bein staðbundin tækni störf viðvarandi yfir 25 ára líftíma vindorkugarðsins sem og 400 óbein störf. Áætlað er að það skapist yfir 200 bein störf á byggingartíma.

Vestas mun koma á fót staðbundnum rekstrar- og viðhaldshóp sem mun samanstanda af innlendu starfsfólki sem getur þjónað íslenskum markaði. Staðbundnir innviðir svo sem vegir, brýr og raforkutengivirki verða uppfærðir.

 

Fyrirhugað þróunarsvæði vindorkugarðs í Garpsdal er 3,3 km2  landsvæði sem er í einkaeigu, 22 km austur af Reykhólum. Endanleg fótspor verkefnisins verður hins vegar 0,2 km2. Svæðið er strjálbýlt og landslagið veitir náttúrulega skermun frá íbúum og helstu almenningssamgöngum. EM Orka leggur til að reisa 35 túrbínur, sem sitja munu ofan á 91,5 m mastri með 58,7 m spaða. Vindorkugarðurinn mun geta mætt 3% af núverandi raforku eftirspurn landsins hreinum, afturkræfum og vistvænum hætti.

Schedule 3.JPG
Garp MAP.JPG

Svæði fræðilegs sýnileika (Zone of Theoretical Visibility) er sýnt er hér að neðan, sýnir öll svæði innan 30 km radíus þar sem vindmyllurnar eru sýnilegar. Í þessari rannsókn er tekið tillit til landfræðilegra hæðarlína en ekki til greina gróður eða veðurfarsleg skilyrði eins og þoku. Sem slíkt sýnir þetta versta tilfelli sjónrænna áhrifa.

 

Svæði fræðilegs sýnileika var byggt á hæðarlínugögnum frá Landmælingum Íslands.

Sem hluti af mati á landslags og sjónrænum áhrifum voru ljósmynda samsetningar búnar til til að líkja sýna hvernig vindorkugarðurinn mun líta út í umhverfi sínu þar sem tölvuteiknuð módel af fyrirhugaðum vindmyllum eru settar inn á ljósmyndir úr nærumhverfi. Þessar myndir eru einnig kynntar hér að neðan.

ZTV_Blade_Tip_V2-page-001.jpg
Screening.JPG
House.JPG
handshake.JPG
Visual.JPG
Turbine.JPG
plug.JPG

 

Staðarval og hagkvæmni

EM Orka hóf þróun á Íslandi með því að byrja fyrst á að útbúa tölvugerða landslagsgreiningu (desk-based geographical information system, eða GIS) í byrjun árs 2018. Þar með var hægt að bera kennsla á viðkvæmt svæði, s.s. eldfjöll, ferðamannstaði, náttúruverndarsvæði, flugvelli, vötn og vatnsverndarsvæði, hafnir og þéttbýli. Þessi svæði og nærumhverfi þeirra voru þá útilokuð sem hentug þróunarsvæði. Sérstakt tillit var tekið til þess að þróun vindorkugarðsins myndi ekki komið í veg fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu eða raska heildarútliti svæðisins.

 

Eftir greiningarvinnu og heimsóknir á svæði var ályktað að ekkert af þeim óhagsæð skilyrðum sem skimað var eftir myndi standa í vegi fyrir þróun vindmyllugarðsins í Garpsdal. Það hefur engin skaðleg áhrif á ferðaiðnaðinn og hefur lágmarks sýnileika í nærliggjandi samfélag vegna náttúrulegra skermunar frá landslagi. Vindskilyrði, samgöngumannvirki og nálægð við núverandi raforkutengivirki eru einnig hagstæð á þessum stað.

 

 

Eignarhald lands

EM Orka fylgir alþjóðlegum bestu starfsvenjum frá öðrum lögsagnarumdæmum (eins og Bandaríkjunum og Evrópu) með því að gera samning um aðgangs- og rannsóknarrétt við einstaklinginn sem á landið. Samningur um aðgangs- og rannsóknarrétt er í meginatriðum leyfi frá landeiganda sem gerir EM Orku kleift að fá aðgang að landi og framkvæma vindmælingar og umhverfismat. Landeigandi heldur fullu eignarhaldi yfir öllu landi sínu meðan rannsóknirnar eru gerðar. Þegar rannsóknum er lokið, þá mun EM Orka gera leigusamning við landeiganda, en aðeins fyrir hluta landsins sem er nauðsynlegur fyrir verkefnið (vegir og undirstöður).

Eftirstöðvar landsins á milli vindmyllana og vega verður áfram í eigu landeigandans og geta haldið áfram í landbúnaði ef svo ber við.

 

 

Samfélagsþátttaka

Samfélagsþátttaka og þátttaka hagsmunaaðila eru afar mikilvæg fyrir EM Orka. Þetta mun vera í fararbroddi í gegnum þróunarferlið.

 

Markmið samráðsferlisins okkar er að;

  • Veita upplýsingar til allra heimamanna

  • Stuðla að því að safna og miðla upplýsingum sem tengjast hugsanlegum umhverfis-, efnahagslegum, félagslegum og heilsuáhrifum verkefnisins

  • Ganga úr skugga um að EM Orka skilji sjónarmið sveitarfélagsins þannig að hægt sé að líta til þess í þróunarferlinu

  • Bera kennsla á og viðhalda lista yfir áhugasama hagsmunaaðila og félagasamtök sem EM Orka mun hafa samráð við

 

Samráðsferlið okkar verður framkvæmt með fundum með hagsmunaaðila, opinbera kynningarfundir, bein samskipti (síma, tölvupósti, bréfum), auglýsingum og innsendum greinum auk þessarar vefsíðu.

 

 

Mat á landslags- og sjónrænum áhrifum

Tilgangur þessa mats er að greina og meta hugsanleg áhrif fyrirhugaðs vindorkugarðs á nýtingu landsins og truflun á útliti svæðisins. Landslag áhrif geta tengst breytingum á eðli og upplifun landslagsins, sem eiga sér stað vegna myndar þróunar og tengdra innviða, smíði vindorkugarðsins, rekstur og lokun.

 

EM Orka hefur af kostgæfni staðsett vindmyllurnar á stað sem hefur sem minnst sjónræn áhrif á umhverfið en er þó tæknilega raunhæft. Sem hluti af mati á landslags- og sjónrænum áhrifum, verða framleiddar svokallaðar samskotsmyndir til að líkja eftir sjónrænum áhrifum vindorkugarðsins í tengslum við umhverfi þess. Til að ná þessu fram verður tölvulíkan af fyrirhugaðum vindorkugarði verið lagt yfir ljósmyndir frá völdum stöðum úr nærumhverfi. Þessar myndir verða kynntar á þessari vefsíðu þegar þær eru tiltækar.

 

 

Vindmælingar

Sögulega hafa áreiðanlegar vindmælingar krafist 100m veðurmælinga masturs sem að loknum prófunum gæti þurft að vera tekið niður.  Hins vegar leggur EMP til að nota Sonic Detection and Ranging (SoDAR) til að safna gögnum um vindinn.  Þessi tækni sendir út hljóðmerki og síðan "hlustar" eftir endurvarpi. Einkenni endurvarpsins eru greindar til að fá upplýsingar um vindhraða, stefnu og óróa. SODAR tækið er aðeins 2 m á hæð og er miklu auðveldara að nota en veðurmælinga turn. Það safnar gögnum í mismunandi hæðum, allt frá 40 metra til 200 metra hæð.

SODAR tækni verður nýtt í upphafi, en eftir ár mun EM Orka sækja um leyfi til að setja upp 50 - 80 metra veðurmælinga mastur. Allt vindmælingatímabilið er fyrirhugað að muni spanna 24 mánuði, sem gerir okkur kleift að fá nákvæma og áreiðanlega mynd af hegðun vindsins á  Garpsdalsfjalli.

 

 

Val á tegund vindmyllu
Byggt á vindamælingum og landslagsgreiningu hingað til er Vestas V105 3,6 MW vindmyllur með 91,5 metra háu mastri og 58,7 metra löngum spöðum, besti kosturinn. Þessi tegund er hönnuð fyrir hörðustu vindskilyrðin. Þetta er afar sterkbyggð hönnun fyrir erfitt landslag og er sérstaklega hentug fyrir svæði með hæðartakmarkanir og miklar kröfur frá flutningsneti.

 

Tenging við flutningsnetið

Nokkrar útfærslur af tengingum við flutningskerfið hafa verið íhugaðar fyrir vindorkugarðinn í Garpsdals með tilliti til núverandi og fyrirhugaðra breytinga á flutningskerfi og tengivirkjum, núverandi og fyrirhuguðum vindmyllu rafölum og álags á kerfið kerfisins. Garpsdals verkefnið er staðsett 6 km norðaustur af 132 kV tengivirkinu í Geiradalur. Gert er ráð fyrir að vindorkugarðurinn muni innihalda innbyggt 33 kV tengivirki sem mun keyra spennuna upp í 132kV til að lágmarka flutningstöp og tengjast síðan við núverandi tengivirki í Geiradalum með rafmagnslínu sem grafinn verður í jörðu.

Rannsókn á samþættingaráhrifum tengingar vindorkuvers við flutningskerfið mun fara fram í samstarfi við Landsnet og getur hafið í fyrsta ársfjórðung 2019 þegar nóg af vindmælingum hefur verið safnað og mat á umhverfisáhrifum hafið.

 

 

bottom of page